Land tækifæranna

Aðeins tuttugu tólf ára drengir í Dortmund hafa aðgang að Footbonaut.

Aðeins tuttugu tólf ára drengir í Dortmund hafa aðgang að Footbonaut.

Ferð Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands til Mainz og Dortmund í október var vel heppnuð og margt áhugavert bar fyrir augu og eyru þátttakenda.

Eitt af því allra áhugaverðasta sem íslenskir þjálfarar kynnast á erlendri grundu er það hversu skörp skil eru milli elítuknattspyrnu og áhugaknattspyrnu. Í flestum Evrópulöndum velja toppliðin 20-25 leikmenn í hverjum aldursflokki og sinna þeim eingöngu. Þannig verður úr gríðarleg sía sem kastar út þeim sem standa sig ekki og hleypir fáum að. Þeir sem komast ekki í elítuliðin æfa þá með hverfaliðum sem sía oft sömuleiðis úr.

Líklega er vandfundinn sá staður í veröldinni þar sem ungir knattspyrnumenn og gamlir hafa jafn mörg tækifæri á að spila fótbolta eins og Ísland. Hér eru A lið, B lið, C lið, úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild, 3. deild, 4. deild, oldboys og utandeildir. Flest félög taka við öllum sem vilja æfa, leggja sig fram um að mennta þjálfara sína og æfingagjöld eru mjög hófleg í samanburði við það sem þekkist erlendis. Þannig geta drengir og stúlkur („Warum Frauen?“ er spurning sem heyrist oft í Þýskalandi) lang oftast fundið sér lið við hæfi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er mikill kostur við íslenska knattspyrnu. Það er land tækifæranna hvað knattspyrnu varðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: