Að elska leikinn – Margrét Lára og Michael Jordan

Í gær hlustaði ég á Margréti Láru Viðarsdóttur halda mjög áhugavert erindi um feril sinn. Margrét hefur afrekað meira en aðrar íslenskar knattspyrnukonur og varð meðal annars Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam.

Margrét Lára varð þýskur meistari með Turbine Potsdam

Margrét Lára varð þýskur meistari með Turbine Potsdam

Margrét hefur glímt við erfið meiðsli sem hafa sett svip á feril hennar. Margt bendir hinsvegar til að hún komi tilbaka öflugri en í langan tíma eftir barnsburð í sumar. Hún lagði áherslu á að það væri að mörgu leiti erfitt að vera afrekskona í knattspyrnu. Hörð samkeppni, óvissa með laun og réttindi, meiðsli og fjarvistir frá fjölskyldu geta tekið á.

Áheyrendur fengu hins vegar að ég tel að heyra leyndarmálið á bakvið velgengni Margrétar. Hún segist elska leikinn og vitnaði í Michael Jordan sem náði því fram í fyrsta NBA samningnum sínum að hann mætti spila körfubolta hvar sem er og hvenær sem er. Jordan elskaði leikinn og það skipti hann engu máli hvort hann væri að spila aleinn, við einn eða fimm eða átta manns, í NBA eða í pick-up leikjum eða við vini sína. Hann naut þess bara alltaf spila vegna þess að hann elskaði leikinn. Og hann gætti þess að setja inn í fyrsta samninginn sinn að hann þyrfti ekki að líta á leikinn sem eingöngu vinnu.

Þegar Margrét Lára lýsti ferli sínum skein hið sama í gegn. Hún elskar leikinn. Og það er örugglega lykillinn af því að eiga farsælan feril, sama hvert hann leiðir mann.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: