Njótið þess

Mynd af visir.is

Mynd af visir.is

„Við erum að spila úrslitaleik strákar mínir. Njótið þess. Njótið þess.“

Þrátt fyrir að vera ekki handboltaunnandi og verandi með sterkar taugar til Hauka og leikmanna þeirra hreifst ég eins og margir aðrir með Eyjamönnum sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi.

Í þessum leik sem og í úrslitakeppninni buðu Eyjamenn upp á ýmislegt sem er til fyrirmyndar.

Stemningu
Bærinn og þjóðflokkurinn hreifst með liðinu og tók hlutverk sitt með trompi. Frammistaða baklandsins var til fyrirmyndar, enda sást vel á viðtölum við leikmenn eftir leik fyrir hvaða hughrifum þeir höfðu orðið. Eyjamenn búa vel að því að hafa fjölmarga tríbalíska þætti sem þeir geta sameinast um eins og þjóðhátíðarlögin. Enda hljóta Haukamenn að vera orðnir hundleiðir á „Þar sem hjartað slær“ á meðan það hlýtur að hljóma framyfir fyrstu helgina í ágúst í Eyjum.

Hugarfar
Leikmenn og þjálfarar spiluðu greinilega vel inná annað sameiginlegt minni Eyjamanna og sóttu innblástur í gosið. Þessir strákar gefast aldrei upp sögðu þjálfararnir klökkir. Íþróttamenn sem gefast aldrei upp eru enda líklegri til að ná árangri að lokum og móta sína eigin leið í lífinu. Þannig gátu nýliðar orðið Íslandsmeistarar þrátt fyrir að það hafði aldrei gerst áður.

Viðhorf
Þú ert þremur mörkum undir, skammt eftir af tímabilinu og tekur leikhlé. Skilaboð þjálfaranna sýndu fagmennsku fram í fingurgóma. „Við erum að spila úrslitaleik strákar. Njótið þess. Njótið þess.“ Ekkert berjast strákar berjast heldur samhengi hlutanna skellt framan í leikmennina sem sneru afstressaðir tilbaka út á gólf og sneru taflinu við.

Á meðan grunnurinn er í lagi sjá úrslitin um sig sjálf. Vel gert Eyjamenn. Meira að segja Baumruk eldri sem vantar tapgenið gat ekki annað en hrifist með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: