Breiðablik og Ísland á þjálfararáðstefnu Bandaríkjanna

IMG_5645
Það er kalt og bjart á toppnum á Empire State

Í janúar hélt vel skipuð sveit knattspyrnuþjálfara til Philadelphiu í Pennsylvaníu til að sækja ráðstefnu bandaríska knattspyrnuþjálfarafélagsins (NSCAA Convention). Ráðstefnan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, og hana sækja um það bil 9.000 manns árlega. Þar voru núverandi og fráfarandi fræðslustjórar KSÍ, Arnar Bill Gunnarsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Daði Rafnsson yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, Sverrir Óskarsson þjálfari 8. flokks kvenna í Breiðablik og Guðmundur Brynjólfsson þjálfari 5. flokks karla í Breiðablik.

Tilgangurinn var að halda fyrirlestra um íslenska knattspyrnu. Árangur landsliðanna undanfarin ár hefur vakið athygli út fyrir landssteinana og Siggi Raggi var í panel með Belganum Michel Bruyninckx og Ástralanum Rob Sherman að ræða um uppbyggingu knattspyrnunnar í þessum þremur ólíku löndum.

IMG_5662
Það komu fleiri á fyrirlestur Sigga Ragga í alvörunni. Þetta var soundcheckið.

En fulltrúar Breiðabliks héldu fyrirlestur sem var vel sóttur. Árangur félagsins undanfarin ár hefur þótt áhugaverður erlendis, þá sérstaklega hversu margir Blikar komast í atvinnumennsku erlendis, frammistaða þeirra með liðum sínum þar og frammistaða félagsins í Evrópukeppni.

Fyrst sýndum við lítið montmyndband sem átti að vekja athygli og náði þeim tilgangi svo sannarlega.

Hér má sjá atvinnumennina Gylfa, Jóhann Berg og Alfreð fara á kostum og endirinn á myndbandinu náði áheyrendum svo sannarlega á tærnar.

Farið var yfir ýmislegt sem tengist menningunni í Breiðablik, þar á meðal áherslunni á að ráða góða þjálfara, sinna öllum vel og því að knattspyrnufólk brýnir knattspyrnufólk á stað þar sem fótbolti er lífstíll. Til dæmis sýndum við þetta myndband sem sýnir besta sóknarmann N1 mótsins 2012 og besta leikmann Pæjumótsins 2012 bæði skora mörk á sömu æfingu en strákar og stelpur hafa æft í auknum mæli saman í Breiðablik undanfarin ár.

Rúsínan í pylsuendanum var svo skemmtileg kynning Sverris Óskarssonar á því hvernig félagið sinnir yngstu iðkendunum sínum. Sverrir talaði um mikilvægi þess að leyfa Barbie að koma með á æfingu, að þjálfa með hárkollu og tók að lokum orminn á gólfi ráðstefnusalarins. Allir sem hafa áhuga á því hvernig eigi að vekja áhugahvöt í börnum ættu að horfa á þetta myndband.

Ferðin var gagnleg og skemmtileg og mun ég setja meira um hvað fyrir augu okkar bar á þessari skemmtilegu viku.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s